
Af hverju Úlfatími?

Við breytum annasömustu stund dagsins í bestu stund dagsins
Foreldrar þekkja vel álagið sem fylgir matartímanum hjá litlum börnum. Úlfatími hjálpar þér að spara tíma og orku með hollum, íslenskum réttum sem eru tilbúnir á nokkrum mínútum - svo þú getir notið meiri gæðastunda með barninu þínu.
Loforðin okkar
Við gerum hollan, einfaldan, íslenskan barnamat.
Enginn viðbættur sykur eða sætuefni
Engin aukefni
Tilbúið á 5-15 mínútum
Næringarríkar og hollar máltíðir
Íslenskur heimilismatur sem börnin borða



Þetta byrjaði allt með Úlfi....

Þegar sonur okkar, Úlfur Orri, var lítill sáum við foreldrar hans hversu annasamur en jafnframt dýrmætur hinn svokallaði “úlfatími” er - tímabilið á milli skóla og vinnu og fram að háttatíma. Úlfur þurfti næringarríkan mat sem hentaði litlum maga en við vildum líka eiga fleiri gæðastundir með honum.
Við byrjuðum því að elda einfalda, holla rétti sem hægt var að frysta og síðar hita á örskotsstundu og Úlfur, og seinna Arnbjörg Ylfa dóttir okkar, elskuðu þá.
Saman með Dóru, matvælafræðingi og mömmu fjögurra, ákváðum við að gefa fleiri fjölskyldum sama tækifæri til að einfalda matarstundir sínar og nýta tímann í það sem skiptir mestu máli.



Ég og Úlfur erum miklir vinir
Stofnendur Úlfatíma

Þóra

Úlfs og Ylfu mamma. Stofnandi og framkvæmdastjóri Úlfatíma.
„Eftir að ég eignaðist börnin mín hefur mér verið enn frekar umhugað um holla og góða næringu, hvort sem er fyrir mig eða börnin mín. Á sama tíma veit ég hversu flókið og oft tímafrekt það getur verið að fylgja því eftir. “
Dóra
Mamma og stjúpmamma. Ástríðukokkur og meðeigandi Úlfatíma.

„Ég hef unnið í allskyns eldhúsum,
hér og þar um heiminn, allt frá
leikskólamötuneytum og upp í stærri
framleiðslueldhús. Ég hef brennandi
áhuga á matargerð og næringu“


Hafðu samband
Við elskum að heyra frá ykkur hvort sem það er hrós, hugmyndir, pælingar, spurningar eða ábendingar.
Ef þér finnast vörurnar okkar góðar eða hefur ábendingar sem gætu gert þær enn betri, þá væri dásamlegt að heyra frá ykkur.


697-7767